Þjónusta
Nesskip er flutningafyrirtæki með sérhæfingu í stórflutningum, umboðsþjónustu við skip, skipamiðlun og flutningaráðgjöf. Starfsfólk Nesskipa hefur flest flutninga- og siglingafræðilegan bakgrunn auk áratuga reynslu innan starfsgreinarinnar. Við erum árangurssinnað þjónustufyrirtæki og byggjum samstarf við viðskiptamenn okkar og samstarfsaðila á samvinnu og trausti. Nesskip þjónustar Norðurlöndin, Bretlandseyjar, meginland Evrópu, Miðjarðarhafið, austurstönd Bandaríkjanna og Kanada, auk annarra áfangastaða.