Skip to main content

Yfirlýsing varðandi stefnu um viðskiptasiðferði og aðgerðir gegn spillingu

 • Heiti fyrirtækis: Nesskip hf.
 • Kennitala: 440474-0399
 • Heimilisfang: Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes

Yfirlýsing

 • Nesskip hafa einsett sér að stunda viðskipti sín samkvæmt ströngum siðferðislegum gildum. Við sjáum til þess að starfsmenn okkar séu vel upplýstir um reglur, reglugerðir og kröfur um samræmingu í þeim verkefnum sem við sinnum, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda viðskiptavini.
 • Öllum starfsmönnum, yfirmönnum og öðrum sem vinna fyrir Nesskip er skylt að fara eftir siðferðisstaðli félagsins. Við leitumst við að vinna með fyrirtækjum og stofnunum sem hafa líkt gildismat.
 • Nesskip leggja sig fram um að tryggja að allar yfirlýsingar, samskipti og framsetning gagnvart núverandi og mögulegum viðskiptavinum, í formi verklýsinga, tilboða og vinnu séu nákvæmar og réttar, samkvæmt bestu vitund. Við munum tryggja að samningum eða annarskonar samkomulagi skuli framfylgt í samræmi við skilyrði sem um var samið, ákvæði og þarfir. Nesskip eiga ekki í viðskiptum þar sem mútur eru viðhafðar né tilraunir til þess að hafa óviðeigandi áhrif á ákvarðanir um hvernig verkefnum eða störfum er úthlutað, né munu Nesskip líða slíkt hjá öðrum. Nesskip munu sneiða hjá hvers kyns hagsmunaárekstrum og upplýsa viðskiptavini og birgja um það fyrirfram ef talinn er möguleiki á slíku í tengslum við umsamda vinnu og almenn viðskipti.
 • Nesskip taka aðeins að sér verkefni á sínu sérsviði, þar sem þau geta samkvæmt bestu vitund og færni veitt viðskiptavinum sínum skilvirka og áreiðanlega þjónustu. Við sýnum viðskiptavinum trúmennsku og gætum trúnaðarupplýsinga og annarra sérupplýsinga sem samstarfsaðilar og viðskiptavinir treysta okkur fyrir í skiptum sínum við okkur.
 • Nesskip munu halda nákvæmar skrár um öll viðskipti sín. Allar viðskiptagerðir milli Nesskipa og annarra fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga verða færðar í samræmi við alþjóðlega viðteknar bókhaldsreglur og -venjur.

NESSKIP TAKA EKKI ÞÁTT Í NOKKRU ÞVÍ ATHÆFI SEM GÆTI SKAÐAÐ ORÐSPOR ÞEIRRA EÐA VIÐSKIPTAVINA ÞEIRRA

Stefna Nesskipa

Í samræmi við ákvæði alþjóðlegra laga um málefnið sem um ræðir, er öllum starfsmönnum, yfirmönnum og hverjum þeim öðrum sem starfa í umboði Nesskipa bannað:

Að bjóða, greiða, fara fram á eða taka við mútum, í peningum eða með öðrum hætti, frá öðrum, einstaklingi eða fyrirtæki, í þeim tilgangi að ná viðskiptalegu forskoti eða betri samningsstöðu fyrir Nesskip eða nokkurn sem tengist Nesskipum, á þann veg að ósiðlegt megi teljast eða fallið til persónulegs ávinnings. Athæfi af þessu tagi eða hvatning til þess getur leitt til tafarlausrar uppsagnar þeirra sem eiga hlut að máli. Þessi stefna tekur ekki til eftirfarandi þátta, að því gefnu að þeir samræmist venju á viðkomandi viðskiptasvæði, séu í samræmi við tilefni og séu skráðir í gögn fyrirtækisins:

 • Eðlileg og viðeigandi gestrisni, veitt eða þegin.
  Að gefnar séu gjafir við hæfi á hátíðum, við athafnir eða við önnur sérstök tækifæri.
  Nesskip gera sér grein fyrir því að venjur og hefðir eru ólíkar milli landa og það sem telst eðlilegt og viðtekið á einum stað þarf ekki að eiga við annars staðar. Nesskipum er einnig ljóst að það að afþakka gjöf við vissar kringumstæður eða í ákveðnum löndum gæti móðgað viðskiptavini eða samstarfsaðila. Aðgát skal höfð þegar gjöf, veitingar eða skemmtun er veitt eða þegin af opinberum starfsmanni. Slíkar gjafir eru ekki leyfðar megi ætla að þær skapi eða geti skapað hagsmunaárekstra.
 • Nesskip munu viðhafa innra eftirlit og halda til haga bókhaldsgögnum sem tilgreina ástæður fyrir greiðslum til þriðja aðila.
 • Það er á ábyrgð allra starfsmanna, framkvæmdastjóra og annarra sem vinna fyrir Nesskip að fylgjast með, koma í veg fyrir og gera grein fyrir mútugreiðslum og spillingu sem þeir kunna að verða varir við. Vakni grunur um mútugreiðslur má koma upplýsingum á framfæri við formann stjórnar, framkvæmdastjóra eða fjármálastjóra Nesskipa. Fyllsta trúnaðar verður gætt. Leiki vafi á því hvort möguleg aðgerð geti falið í sér mútur eða spillingu skal bera málið undir einhvern fyrrgreindra.
 • Yfirmenn eru ábyrgir fyrir því að gera reglulegt áhættumat með rækilegri skoðun á reikningum. Þeir skulu einnig ábyrgjast að þessi stefna sé virk og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Öllum starfsmönnum og yfirmönnum hefur verið kynnt stefna þessi og hún verið rædd í þeirra hópi. Stefnan er öllum aðgengileg, bæði í riti og rafrænni útgáfu á vef fyrirtækisins www.nesskip.is

Seltjarnarnesi, í september 2012,

Oyvind Gjerde                                                                                             Garðar Jóhannsson
stjórnarformaður                                                                                          framkvæmdastjóri

Nesskip er leiðandi aðili í umboðsþjónustu við erlend skip sem hafa viðkomu á Íslandi