NESSKIP
Nesskip er alhliða flutningaþjónustufyrirtæki með sérhæfingu í stórflutningum, skipamiðlun og umboðsþjónustu við skip.
Fyrirtækið leggur sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og starfsmenn þess búa yfir þekkingu, reynslu og þjónustulund sem tryggir á öllum tímum fagmennsku og áreiðanleika þar sem þarfir viðskiptavina eru í öndvegi.
Vikur-, salt-, fiskimjöls- og lýsisflutningar hafa verið stór þáttur í starfsemi Nesskipa allt frá upphafi.
Útflutningur brotamálma hefur aukist undanfarin ár ásamt flutningum á fóðri og áburði. Starfsemi Nesskipa hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár þar sem skipamiðlun og umboðsþjónusta við skip hefur jafnframt flutningastarfseminni verið vaxandi þáttur í umsvifum félagsins. Starfsmenn Nesskipa eru nú átta talsins.
Nesskip var stofnað 27. janúar 1974 og státar því af meira en fjörtíu ára reynslu á íslenskum markaði.
Árið 2006 var fyrirtækið keypt af Wilson ASA og hefur síðan þá haft aðgang að skipum þess fyrirtækis, sem telja rúmlega 120 skip.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndand sem var unnið fyrir Nesskip