Umboðsþjónusta
Umboðsþjónusta við erlend skip sem hafa viðkomu í íslenskum höfnum, s.s. flutninga-, tank-, skemmtiferða-, rannsókna- og fiskiskip er ríkur þáttur í starfsemi Nesskip. Umboðsþjónustan veitir alhliða þjónustu um allt land og er opin allan sólarhringinn, allt árið um kring. Liðsheildin samanstendur af einstaklingum sem allir hafa að baki áralanga reynslu á þessu sviði, ásamt því að vera menntaðir skipstjórnarmenn.
Umboðsþjónusta Nesskip annast jafnframt tækni- og viðgerðarþjónustu, áhafnaskipti, olíusölu, losun úrgangsolíu, tollafgreiðslu varahluta og útvegun vista hvar og hvenær sem þörf krefur.